Greindist með ristilkrabbamein á 3. stigi

Julie Walters árið 2014.
Julie Walters árið 2014. Ljósmynd/Wikimedia Commons

Leikkonan Julie Walters, sem margir þekkja kannski úr Mamma Mia eða Harry Potter, greindist með krabbamein í ristli á þriðja stigi fyrir 18 mánuðum síðan.

Walters segist vera búin að losna við meinið en hún fór í myndatöku á mánudag og hefur fengið grænt ljós frá læknum sínum. 

Hún segir í viðtali við BBC að við fyrstu greiningu hafi hún haldið að læknarnir hafi gert einhver mistök. Nú hefur hún lokið lyfjameðferð en segir að kvikmyndin The Secret Garden gæti mögulega verið hennar síðasta kvikmynd, en er þó ekki alveg viss.

Greining Walters var ristilkrabbamein á þriðja stigi sem þýðir að meinið hafði dreift sér í nálæga eitla en ekki til annarra líkamshluta. Tvö æxli fundust í þörmum hennar. 

Christine Baranski, Meryl Streep og Julie Walters í kvikmyndinni Mamma …
Christine Baranski, Meryl Streep og Julie Walters í kvikmyndinni Mamma Mia frá árinu 2008.

Hin 69 ára gamla leikkona segist upphaflega hafa leitað til læknis vegna meltingartruflana og smávegis óþæginda. Síðar leitaði hún aftur til lækna sinna vegna magaverkja, brjóstsviða og uppkasta. Henni var þá beint til meltingarfæralæknis sem sendi hana í myndatöku. 

Walters var við tökur á kvikmyndinni The Secret Garden þegar hún fékk símtal frá lækninum sem boðaði hana á fund. Þar var henni greint frá því að krabbamein hefði fundist. „Ég var enn hugsandi „Þetta er fáránlegt, hann hlýtur að hafa gert mistök“. Ég trúði þessu ekki,“ sagði Walters. 

Walters er ein ástsælasta leikkona Bretlands og lék meðal annars í öllum Harry Potter-kvikmyndunum þar sem hún fór með hlutverk Molly Weasley. Hún fór einnig með hlutverk í Mamma Mia-kvikmyndunum, í Billy Elliot og fjölda annarra kvikmynda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson