Nýtt siðblinduviðmið í sjónvarpi?

Fjórmenningarnir hressu í Útrás.
Fjórmenningarnir hressu í Útrás. NRK

Það gildir einu hvar maður kemur; á kaffistofuna í vinnunni, í búningsklefann í bumbuboltanum eða í brúðkaup úti í bæ, allir eru að tala um sama sjónvarpsþáttinn, Útrás eða Exit, eins og hann heitir á frummálinu, norsku.

„Ertu búinn að sjá Exit? Finnst þér hann ekki svakalegur?“ spyrja menn einum rómi. Ég man satt best að segja ekki eftir eins almennu umtali um erlendan sjónvarpsþátt hér í fásinninu í háa herrans tíð. Eini þátturinn sem mögulega stenst Útrás snúning í þeim skilningi er Ófærð, en það er íslenskur þáttur. Núna féll annar íslenskur þáttur, Brot, alveg í skuggann af Útrás. Mun færri eru að tala um hann enda þótt Brot hafi verið ágætlega gerðir þættir og spennandi.

Hvort sem það var kæran sem Ríkisútvarpið fékk á sig fyrir að bjóða upp á Útrás í sarpi sínum eða eitthvað annað þá var hinum norsku auðmönnum hratt og örugglega skotið á sporbaug um jörðu. Ég veit að vísu um ráðvanda menn sem létu staðar numið eftir eitt af upphafsatriðunum, sem þeim þótti heldur rismikið og stíft, en eftir það eru svæsin kynlífsatriði ekki mörg og langt á milli þeirra. Það er allt annað sem gengur fram af áhorfendum – taumlaus siðblinda aðalpersónanna.

Á ýmsu gengur í þáttunum.
Á ýmsu gengur í þáttunum.


Ekki þarf doktorspróf í sálfræði til að sjá að fjórmenningarnir, sem Útrás hverfist um, eru með siðblindu á lokastigi en svo sem fram hefur komið þá byggjast þættirnir á frásögnum eiginlegra auðkýfinga í Noregi. Framkoma þeirra í garð annars fólks, ekki síst kvenna, hefur vakið almenna hneykslan og reiði og nokkuð ljóst að þessir menn hafa sagt sig úr lögum við samfélagið. Gera það sem þeir vilja, þegar þeir vilja. Og gæti ekki staðið meira á sama um tilfinningar annarra, þar með talið sinna nánustu.

Spurningin hverfist sumsé ekki um það hvort þeir útrásendur séu siðblindir heldur hvers vegna. Því ætla ég ekki að svara, enda þess ekki umkominn, en spyrja má hvort þeir hafi fæðst þannig eða hvort auðurinn hafi þeytt þeim yfir strikið; margur verður af aurum api og allt það. Nú, eða fíkniefnin, sem þeir hvolfa í sig af óhömdum ákafa.

Nánar er fjallað um Útrás í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins og útrásendur bornir saman við fræga siðblinda einstaklinga úr sjónvarpssögunni, svo sem Frank Gallagher úr Shameless og Joð gamla Err úr Dallas. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant