Vill losna undan forræði móður sinnar

Amanda Bynes vill hafa stjórn yfir eigin lífi.
Amanda Bynes vill hafa stjórn yfir eigin lífi. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Amanda Bynes vill nú losna undan forræði móður sinnar. Móðir hennar, Lynn Bynes, hefur haft forræði yfir dóttur sinni síðan árið 2014. 

Amanda sagði frá því á myndbandi á Instagram á laugardag að hún ætli sér að fara fyrir dómara á næstu dögum í þeirri von að hún fái sjálfræði sitt aftur. Hún hefur verið edrú í yfir eitt ár og býr nú í húsnæði fyrir fólk sem er að fóta sig í lífinu eftir áfengismeðferð. 

Samkvæmt heimildarmanni UsWeekly vill móðir hennar enn halda í forræðið og segir Amöndu ekki enn treystandi. „Mömmu hennar finnst allt í lagi að hún hafi óskað eftir fundi með dómara til að ræða forræðið yfir henni. Lynn finnst Amanda þó ekki í aðstöðu til að taka nokkrar ákvarðanir um meðferð sína. Lynn mun óska eftir því að Amanda verði enn í öruggum aðstæðum,“ sagði heimildarmaðurinn. 

„Ég er búin að fara á meðferðarheimili sem kosta 5.200 [Bandaríkjadali] á mánuði. Það er engin ástæða fyrir því að ég fari ekki til þerapista sem tekur sjúkratrygginguna mína gilda og þá myndi það kosta 5.000 minna á mánuði. Þetta er ástæðan fyrir því að ég hef óskað eftir fundi með dómara í næstu viku,“ sagði Amanda í myndbandinu. 

Bynes greindi frá því á dögunum að hún hafi fundið ástina og sé nú trúlofuð. Hún getur þó ekki gift sig nema með leyfi frá móður sinni, verði hún áfram með forræði yfir henni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson