Ánægð með að hafa hætt við trúlofunina

Paris Hilton.
Paris Hilton. AFP

Hótelerfinginn Paris Hilton segir það hafa verið best ákvörðun lífs hennar að hafa hætt við trúlofunina við Chris Zylka. 

Hilton var í sambandi með leikararnum í tvö ár og tilkynntu þau um trúlofun sína í skíðaferð í Aspen í Colorado-ríki í janúar 2018. 

Við mynd á Instagram skrifaði hún að henni liði eins og heppnustu konu í heiminum. Í október sama ár bárust hinsvegar fréttir af því að þau væru hætt við trúlofunina og væru hætt saman. 

Í viðtali við Cosmopolitan nýlega segir Hilton að hún sjái ekki eftir sambandsslitunum. „Nei þetta var besta ákvörun sem ég hef tekið í lífinu. Ég held bara að hann hafi ekki verið rétta manneskja og mér líkur eins og ég sé mögnuð kona og ég á skilið einhver sem sem frábær,“ sagði Hilton. 

„Þetta var ekki rétt. Ég hef lagt allt of hart að mér til þess að gefa einhverjum líf mitt. Viðkomandi þarf að vera fullkominn,“ sagði Hilton og bætti við að hún nyti þess að vera einhleyp. 

„Það er svo góð tilfinning að enginn annar hafi stjórn yfir manni,“ sagði Hilton.

Chris Zylka og Paris Hilton þegar allt lék í lyndi.
Chris Zylka og Paris Hilton þegar allt lék í lyndi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson