Beck heldur tónleika á Íslandi í júní

Tónlistarmaðurinn Beck kemur til Íslands í sumar og heldur tónleika …
Tónlistarmaðurinn Beck kemur til Íslands í sumar og heldur tónleika í Laugardalshöll 2. júní.

Bandaríski tónlistarmaðurinn Beck er væntanlegur til Íslands í júní, en hann mun halda tónleika í Laugardalshöll. Ásamt honum mun norður-írska hljómsveitin Two door cinema club koma fram á tónleikunum.

Beck hefur verið heimsþekktur tónlistarmaður síðan árið 1994 þegar platan Mellow gold kom út, en á henni var meðal annars að finna slagarann Loser. Síðan þá hefur hann meðal annars gefið út plöturnar Odelay, Mutations, Midnite Vultures, Sea Change, Modern Guilt og nú síðast Hyperspace sem kom út í fyrra.

Beck hefur meðal annars unnið til sjö Grammy verðlauna á ferlinum og hlotið fjölda annarra verðlauna. Tónleikarnir fara fram 2. júní, en almenn sala miða hefst á föstudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant