Kvenkostir sem Affleck leitar að

Ben Affleck er hreinskilinn þessa dagana.
Ben Affleck er hreinskilinn þessa dagana. AFP

Leikarinn Ben Affleck vill vera kominn í ástríkt og gott sambandi eftir fimm ár. Leikarinn hefur verið afar hreinskilinn í viðtölum að undanförnu og talað opinskátt um vandamálin í einkalífi sínu. Hann var tekinn á teppið í viðtali við ET og spurður hvað kostum framtíðarkona hans þyrfti að búa yfir. 

„Ég veit ekki, trausti? Og væntumþykkju og sameiginlegri virðingu og öllu þessu venjulega,“ sagði Affleck sem var lengi vel giftur leikkonunni Jennifer Garner. Því hjónabandi lauk meðal annars vegna drykkjuvanda Affleck. „Það gerist samt bara þegar það gerist. Það er ekki eitthvað sem þú getur þvingað.“

Affleck er nú að kynna nýjustu mynd sína The Way Back. Í myndinni leikur Affleck körfuboltaþjálfara sem glímir við fíknivanda, eitthvað sem Affleck hefur sjálfur reynslu af. Hann er ánægður með vonina sem myndin gefur. 

„Hugmyndin um að lífið verði betra, að þú getir orðið betri, að þú getir komist yfir hindranir þínar er mér afar mikilvæg og það er nálgunin sem mér finnst góð við þessa mynd,“ sagði Affleck. 

Jennifer Garner og Ben Affleck voru gift.
Jennifer Garner og Ben Affleck voru gift. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú dregur að þér athygli sem er þér ekki að skapi. Þú stendur með pálmann í höndunum eftir prófin. Þú færð fljótalega atvinnuviðtal.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú dregur að þér athygli sem er þér ekki að skapi. Þú stendur með pálmann í höndunum eftir prófin. Þú færð fljótalega atvinnuviðtal.