Beckham útskýrir ást sína á eiginkonu sinni

Victoria birti gamalt myndband af sér og eiginmanni sínum.
Victoria birti gamalt myndband af sér og eiginmanni sínum. Skjáskot/Instagram

David og Victoria Beckham eru ein frægustu hjón í heimi. Fatahönnuðurinn og fyrrverandi kryddpían birti gamalt myndband af þeim hjónum á Instagram í vikunni. Þar reynir knattspyrnustjarnan fyrrverandi að útskýra af hverju hann varð ástfanginn af eiginkonu sinni. 

„Ég get ekki nefnt neitt eitt. Það var allt, allur pakkinn,“ sagði Beckham þegar hann var spurður af kvikmyndagerðarkonu hvað það var í fari Victoriu sem hann heillaðist af. „Ég varð bara ástfanginn.“

„Mér?“ Sagði Victoria Beckham þá og svaraði eiginmaður hennar játandi. 

Victoria Beckham greinir ekki frá hvenær myndbandið var tekið upp en af fötunum að dæma var það snemma í sambandi þeirra. Vekur David Beckham meðal annars athygli á klæðnaði sínum í athugasemd á Instagram en hann er bæði í dúnvesti og með skuplu á höfðinu.  

„Ég held að þetta hafi verið á strákabandstímabilinu mínu,“ skrifaði Beckham við myndbandið. „Af hverju leyfðir þú mér að ganga í þessu Victoria Beckham?“

Beckham-hjón­in kynnt­ust árið 1997 og fögnuðu 20 ára brúðkaup­saf­mæli í fyrra. Þrátt fyr­ir þrálát­an orðróm um skilnað eru þau enn sam­an og eiga saman fjögur börn. 

View this post on Instagram

So sweet! I love u @davidbeckham x

A post shared by Victoria Beckham (@victoriabeckham) on Feb 24, 2020 at 4:33am PST

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu óhræddur við að bera upp þær spurningar, sem þér liggja á hjarta. Haltu áfram á sömu braut því þú munt verða stolt/ur af þeim árangri sem þú nærð.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu óhræddur við að bera upp þær spurningar, sem þér liggja á hjarta. Haltu áfram á sömu braut því þú munt verða stolt/ur af þeim árangri sem þú nærð.