Fann ástina eftir skilnaðinn við Weinstein

Harvey Weinstein og Georgina Chapman.
Harvey Weinstein og Georgina Chapman. AFP

Fatahönnuðurinnn Georgina Chapman var fljót að fara frá kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar konur stigu fram og sökuðu hann um kynferðislegt ofbeldi árið 2017. Þrátt fyrir að stýra stóru tískuhúsi hefur Chapman gengið ágætlega að halda sig frá kastljósi fjömiðla en hún er sögð vera komin í nýtt samband. 

Chapman á tvö börn með Weinstein sem var sakfelldur í byrjun vikunnar fyrir kynferðisbrot og á yfir höfði sér allt að 25 ára langa fangelsisvist. Á meðan er Chapman sögð vera byrjuð með fyrrverandi félaga fyrrverandi eiginmanns síns, leikaranum Adrien Brody. 

Á vef Daily Mail kemur fram að Chapman og Óskarsverðlaunaleikarinn Brody hafi upphaflega kynnst í gegnum Weinstein. Þau kynntust þó fyrst almennilega í Púertó Ríkó síðasta vor í gegnum fyrirsætuna Helenu Christensen.

Adrien Brody.
Adrien Brody. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu óhræddur við að bera upp þær spurningar, sem þér liggja á hjarta. Haltu áfram á sömu braut því þú munt verða stolt/ur af þeim árangri sem þú nærð.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu óhræddur við að bera upp þær spurningar, sem þér liggja á hjarta. Haltu áfram á sömu braut því þú munt verða stolt/ur af þeim árangri sem þú nærð.