Harry kominn aftur til Bretlands

Harry er kominn aftur til heimalandsins.
Harry er kominn aftur til heimalandsins. AFP

Harry Bretaprins er kominn til Bretlands hann hefur dvalið í Kanada síðustu vikur með eiginkonu sinni Meghan hertogaynju og syni þeirra Archie. 

Harry er kominn til Bretlands til að taka þátt í ráðstefnu um umhverfisvæna ferðamennsku undir formerkjum Travalyst, sem er verkefni sem hann kom á koppinn til að styðja við þetta málefni. 

Ráðstefnan fer fram í Edinborg í Skotlandi í dag og ferðaðist Harry með lest þangað frá London. 

Meghan fylgir honum ekki á ráðstefnuna en gert er ráð fyrir að hún komi til Bretlands í lok vikunnar eða byrjun þeirrar næstu. Þau munu sinna verkefnum konungsfjölskyldunnar á næstu vikum en þau láta ekki formlega af störfum fyrr en 31. mars næstkomandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson