Gæsahúð dagsins er í boði Dimmu og Ivu

Hljómsveitin Dimma og Iva Marín Adrichem sem öll taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins tóku lagið With Or Without You sem hljómsveitin U2 gerði arfavinsælt á sínum tíma.

Stefán Jakobsson söngvari Dimmu og Iva Marín eru einstök saman eins og sést í þessu áhrifaríka myndbandi. Atriðið var ekki þaulskipulagt heldur ákváðu þau að syngja saman þegar þau rákust á hvort annað uppi á RÚV í morgun.

„Við vorum á RÚV í morgun að gera dálítið, þegar við rákumst á Ivu.
Það fylgir þessu brölti mikil bið og ákváðum við að prófa að gera eitthvað skemmtilegt saman. Við hóuðum í tæknimann sem náði að festa þennan flutning á myndband,“ segja liðsmenn Dimmu. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki til hugar koma að grípa til einhverra aðgerða bara til þess að spæla aðra. Farðu varlega á öllum sviðum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki til hugar koma að grípa til einhverra aðgerða bara til þess að spæla aðra. Farðu varlega á öllum sviðum.