Heyrðu og sjáðu Britney fótbrotna

Birtney Spears var að dansa þegar hún fótbrotnaði.
Birtney Spears var að dansa þegar hún fótbrotnaði. Skjáskot/Instagram

Söngkonan Britney Spears fótbrotnaði á dögunum við dansiðkun. Aðdáendum hennar til mikillar gleði eða öllu heldur hryllings birti hún myndband á Instagram af atviknu þegar hún brotnaði. 

Spears var ein að dansa inni í sal og tók upp dansinn. Viðurkennir hún að hafa farið of geyst af stað en hún var að dansa í fyrsta sinn í hálft ár. Spears var berfætt til þess að ná betra gripi en það kom þó ekki í veg fyrir meiðslin. Í lok myndbandsins má sjá hana stíga illa í fótinn. Heyrist afar óþægilegt hljóð í kjölfarið og hún dettur. 

Hér fyrir neðan má sjá og heyra hvernig Spears fótbrotnaði. 

Kærasti Spears, Sam Asghari, greindi frá því þann 18. febrúar að kærasta sín hafði ristabrotnað þegar hún var að gera það sem hún elskaði, að dansa. Vonaði hann að Spears jafnaði sig sem fyrst svo hún gæti byrjað að hreyfa sig aftur. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vaða – þú hefur engu að tapa. Einhver fylgist með þér úr fjarlægð. Leyndur hæfileiki skýtur upp kollinum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vaða – þú hefur engu að tapa. Einhver fylgist með þér úr fjarlægð. Leyndur hæfileiki skýtur upp kollinum.