Mátti bara borða 500 hitaeiningar á dag

Tónlistarkonan Jojo.
Tónlistarkonan Jojo. AFP

Tónlistarkonan Jojo hefur nýlega opnað sig um allt það sem plötufyrirtækið hennar lét hana í ganga í gegnum þegar hún var unglingur. Þar á meðal var mataræði sem gekk út á að borða aðeins 500 hitaeiningar á dag.

Í nýju viðtali við Uproxx segir tónlistarkonan frá árdögum ferils síns en hún var yngsti tónlistarflytjandi í heimi til að ná fyrsta sæti á topplistum með laginu Leave (Get Out), aðeins 13 ára gömul. 

Frægð hennar var skammlíf þar sem plötufyrirtæki hennar á þeim tíma, Blackground, neitaði að gefa út tónlist hennar eftir að lag hennar komst á topp topplistanna.

Í dag er Jojo 29 ára og telur að ástæðan fyrir að Blackground hafi ekki viljað gefa út plötuna hennar hafi verið útlit hennar. 

Jojo á Grammy-verðlaunahátíðinni í janúar.
Jojo á Grammy-verðlaunahátíðinni í janúar. AFP

„Þegar ég var 18 ára, man ég eftir að hafa verið boðuð á fund á skrifstofu Blackground og forstjórinn sagði að þau vildu að ég liti út fyrir að vera eins heilbrigð og mögulegt var,“ sagði Jojo. 

Hún bætir við að hún hafi verið mjög heilsuhraust á þeim tíma og það sést vel en í dag telur hún að þau hafi einfaldlega viljað að hún væri grennri. 

„Á endanum var ég sett á mataræði þar sem ég mátti bara borða 500 hitaeiningar á dag og var sprautuð með efnum sem drógu úr matarlystinni.“

„Þetta var bara svona. „Athugum hversu grönn ég get orðið og þá gefa þeir kannski út plötuna mína. Kannski er ég svo ógeðsleg að enginn vill sjá mig í tónlistarmyndbandi og fólk vill ekki horfa á mig“,“ segir Jojo.

Hún segir að þetta sé algengt vandamál í tónlistariðnaðinum að tónlistarfólk þrói með sér átröskun til að reyna að líta sem best út.

Í kjölfar átröskunarinnar fór Jojo að leita í áfengi og vímuefni til að láta sér líða fallegri. 

„Það voru klárlega kvöld þar sem ég skakklappaðist út úr klúbbum og man ekki neitt. Ég var mjög óábyrg, mér var alveg sama. Ég þurfti að finna á mér til að líða allt í lagi. Ég fór og stóð á brúninni, stóð á tánum á brúninni og síðan fór ég til baka. Ég ætti ekki að vera á lífi,“ segir Jojo.

Hún fór í mál við plötufyrirtækið á endanum og vann það mál. Hún hagnaðist ekki á því fjárhagslega en gat að lokum gert samninga við aðrar plötuútgáfur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson