Sum lönd hrynja í veðbönkum við útgáfu laga

Hollendingurinn Duncan Laurence fór með sigur af hólmi í fyrra.
Hollendingurinn Duncan Laurence fór með sigur af hólmi í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Byrjað er að spá fyrir um úrslit Eurovision en keppnin fer fram í Rotterdam í maí. Eins og staðan er í dag er Ísland ekki á topp tíu listanum en framlag Íslands verður ekki valið fyrr en á laugardaginn. Lönd sem eiga eftir að velja lög eru þó á topp tíu listanum og segir Flosi Jón Ófeigsson, formaður FÁSES, ekkert óvanalegt við það.  

Listinn yfir efstu lönd breytist reglulega og fyrir ekki svo löngu var Ísland á topp tíu listanum þrátt fyrir að íslenska framlagið í ár verði ekki valið fyrr en á laugardagskvöld. Flosi Jón er með sínar kenningar á veðbankaspám þegar enn er langt í úrslit. 

„Það eru ekki öll lönd með forkeppnir þannig að í mörgum af þessum löndum þá vitum við ekkert hvernig lögin hljóma fyrr en þau eru gefin út. Svo eru önnur lönd, eins og við, sem eru með forkeppnir. Mig grunar að það sé lagt saman hvernig árangur landsins síðustu árin hefur verið plús að það eru lög í forkeppninni sem þessir sem sjá um þessa veðbanka sjá að gætu gert eitthvað. Þegar við vorum í sjötta sæti fyrir rúmri viku þá var ekki búið að velja eins mikið af lögum en þeir sjá að það eru lög í okkar forkeppni sem gætu náð langt,“ segir Flosi Jón. 

Flosi Jón nefnir sem dæmi að ekki sé búið að velja sænska lagið í ár en þar sem Svíþjóð er eiginlega undantekningarlaust ofarlega þá er það ofarlega í spám veðbanka. Hann segir það sama eiga við um Rússland. 

„Þess vegna eru þessar þjóðir efstar í veðbönkum í byrjun eða þangað til lagið kemur út. Þegar lagið kemur út og það er gott heldur það sínu sæti. Það hefur líka komið fyrir að löndin hafa hrunið niður þegar kemur í ljós að lögin eru ekki nógu góð.“

Ulrikke Brandstorp syngur lagið Attention í Eurovision. Henni er spáð …
Ulrikke Brandstorp syngur lagið Attention í Eurovision. Henni er spáð góðu gengi. AFP

Litháen er spáð afar góðu gengi. Annars eru mörg lönd sem ekki hafa valið lög sem eru á topp tíu listanum. Í Svíþjóð fer fram undankeppni en enn á eftir að velja sigurvegara, þrátt fyrir það er Svíþjóð spáð góðu gengi. Lítið er vitað um rússneska framlagið en því er einnig spáð góðu gengi. Frændur okkar í Noregi senda söngkonuna Ulrikke Brandstorp með lagið Attention og nær það lag inn á topp tíu eins og er.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant