Segir að Spielberg þurfi ekki að hafa áhyggjur

Maitland Ward segir að Steven Spielberg þurfi ekki að hafa …
Maitland Ward segir að Steven Spielberg þurfi ekki að hafa áhyggjur af dóttur sinni. AFP

Klámmyndaleikkonan Maitland Ward segir að leikstjórinn Steven Spielberg þurfi ekki að hafa áhyggjur af dóttur sinni Mikaelu. Mikaela tilkynnti á dögunum að hún ætlaði sér að hefja feril í klámmyndaiðnaðinum. 

Ward starfar í sama geira og Mikaela hyggst gera og styður ákörðun hennar fullum huga. Mikaela sagði í viðtali í síðustu viku að ákvörðunin hafi ekki komið foreldrum hennar í uppnám en sögusagnir hafa verið á kreiki um að Spielberg gamli sé áhyggjufullur bak við tjöldin og jafnvel skammist sín fyrir ákvörðun dóttur sinnar. 

Í viðtali við TMZ sagði Ward að hún skilji þessi viðbrögð Spielbergs, ef sönn reynast, og að það sé eðlilegt að foreldrar hafi áhyggjur af börnum sínum. Hún segir þó að eftir því sem umræðurnar um þennan geira opnist muni þau skilja ákvörðun hennar. 

Ward sagði einnig að nafn Mikaelu Spieblerg ætti að veita henni vernd. Mikaela hefur þó ekki leikið í neinni klámmynd enn, en hún er byrjuð að framleiða myndbönd af sjálfri sér. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki til hugar koma að grípa til einhverra aðgerða bara til þess að spæla aðra. Farðu varlega á öllum sviðum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki til hugar koma að grípa til einhverra aðgerða bara til þess að spæla aðra. Farðu varlega á öllum sviðum.