Kim fylgir glæpakvendum í Hvíta húsið

Kim Kardashian fyrir miðju.
Kim Kardashian fyrir miðju. skjáskot/Twitter

Raunveruleikastjarnan og lögfræðineminn Kim Kardashian West heldur á fund Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Kardashian West hefur verið reglulegur gestur í Hvíta húsinu síðustu tvö ár en hún hefur barist ötullega fyrir réttindum fanga. 

Í för með Kardashian West eru konur sem hafa setið inni. Þar á meðal er Alice Marie John­son sem Kardashian West fékk lausa úr fangelsi árið 2018. Nánar má lesa um sögu Johnson hér

Crystal Munoz, Judith Negron og Tynice Hall eru allar með í för en Trump hefur mildað fangelsisdóma þeirra allra og eru þær frjálsar konur í dag. 

Munoz fékk 20 ára dóm fyrir vörslu og sölu á maríjúana. Þegar hún var dæmd í fangelsi skildi hún eftir 5 mánaða gamalt barn sitt en hún var einnig ófrísk þegar hún fór í fangelsið. Hún fæddi barn sitt í fangelsinu og var bundin niður í fæðingunni af fangavörðum. 

Negron fékk 35 ára fangelsisdóm fyrir að ætla að svindla á bótum. Dómur hennar var þyngsti dómur yfir konu sem framdi hvítflibbabrot. Þegar hún var lokuð inni skildi hún tvö ung börn eftir heima. Hún hafði aldrei brotið af sér áður. 

Hall fékk einnig 35 ára fangelsisdóm fyrir fíkniefnasamsæri. Þáverandi kærasti hennar notaði heimilið hennar undir fíkniefnasölu sína. Hún var aðeins 22 ára þegar hún fór í fangelsi en sonur hennar var þá 3 ára. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson