Sem forstjóri þarftu að hafa meiri áhuga á öðrum en þér sjálfum

Aldurinn ræður ansi miklu hjá Japönum og menn í japönsku viðskiptalífi hafa lítinn áhuga á ljóðlist. Þessu komst Ólafur Jóhann Ólafsson að þegar hann var um þrítugt orðinn forstjóri hjá Sony og þurfti að láta samstarfsmenn sína í Japan taka sig alvarlega. 

Í viðtali við Loga Bergmann Eiðsson, í þættinum Með Loga, segir hann frá mögnuðum ferli sínum og mörgu fleiru en þátturinn kemur inn á Sjónvarp Símans Premium á fimmtudaginn. Ólafur Jóhann er einlægur í viðtalinu og hógværðin uppmáluð.

„Þegar maður stjórnar fyrirtæki verður maður að hafa meiri áhuga á öðrum en sjálfum sér,“ segir Ólafur Jóhann. Hvað Japanina varðar, hefur hann mikinn skilning:

„Þeir þurftu að hafa meira fyrir þessu en ég,“ segir hann og á þá við að þeir hafi þurft að sætta sig við að það væri kominn „pjakkur“ í þessa stöðu innan fyrirtækisins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson