Fjölskyldan óttast um líf hennar

Fjölskylda Hayden Panettiere hefur áhyggjur af velferð hennar, eftir að …
Fjölskylda Hayden Panettiere hefur áhyggjur af velferð hennar, eftir að kærasti hennar hefur þrívegis verið handtekinn fyrir heimilisofbeldi gegn henni.

Leik- og söngkonan Hayden Panettiere hefur ekki átt sjö dagana sæla ef marka má umfjöllum fjölmiðla um hana að undanförnu. 

Kærasti leikkonunnar, Brian Hickerson, var handekinn í fyrra fyrir að beita hana ofbeldi á heimili þeirra. Handtakan átti sér stað eftir að átök brutust út á milli þeirra eftir rifrildi. Einnig var hann handekinn á Valentínusardag á þessu ári, sem er þá þriðja handtakan vegna árása á leikkonuna. 

Á vef The Hollywood Gossip er því haldið fram að hann eigi við áfengisvandamál að stríða og hún hafi farið sömu leið í sambandinu þeirra. Ástandið ku vera orðið svo slæmt að hún missti forræðið nýverið yfir dóttur sinni Kaya, sem býr nú með föður sínum, boxaranum Wladimir Klitschko í Úkraínu. 

Þrátt fyrir þetta lætur Panettiere engan bilbug á sér finna og setur samband sitt við ofbeldisfulla kærastann framar öllu öðru. 

Fjölskylda hennar er sögð hafa miklar áhyggjur af henni og er að undirbúa að taka samtal við hana um leiðir frá manninum. 

Þau telja hana hafa misst kjarkinn til að bjarga sér út úr aðstæðunum og vilja koma til aðstoðar. 

Hickerson starfar í fasteignaviðskiptum, en hefur einnig verið að reyna fyrir sér sem leikari að undanförnu. Hann á að hafa kýlt leikkonuna í andlitið á Valentínusardaginn og var handekinn í tengslum við það. 

Panettiere hefur hingað til ekki viljað ræða málin á móti kærastanum og því hefur reynst erfitt að sakfella hann fyrir afbrotin. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson