Vandræðaleg samskipti bræðranna

Samskipti Harry, Meghan, Vilhjálms og Katrínar þóttu vandræðaleg.
Samskipti Harry, Meghan, Vilhjálms og Katrínar þóttu vandræðaleg. AFP

Hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, mættu á sinn síðasta viðburð saman á mánudag áður en þau láta af konunglegum störfum í lok mánaðar. Hjónin voru umkringd öðru kóngafólki en samskipti bræðranna Harrys og Vilhjálms vöktu athygli erlendra miðla og voru samskipin stíf. 

Kóngafólkið tók sér sæti í Westminister Abbey í Lundúnum eftir því hvar þau eru í erfðaröðinni. Vilhjálmur og Katrín sáust heilsa Harry og Meghan stuttlega. Á meðan beðið var eftir drottningunni töluðu Harry og Meghan við Játvarð prins en Vilhjálmur og Katrín við eiginkonu hans Sophie. 

Á vef People kemur fram að Katrín hafi forðast augnsamband við mág sinn og svilkonu á meðan Vilhjálmur heilsaði stuttlega. 

Á breska vefnum Express er því slengt fram að augnablikið sem Meghan og Harry heilsuðu Katrínu og Vilhjálmi hafi verið vandræðalegt. 

Á vef Telegraph er síðasta opinbera viðburði Harry og Meghan lýst sem vandræðalegri blöndu af þvinguðum brosum og innihaldslausu spjalli. 

Á vef The Sun er það rifjað upp að á sama viðburði í fyrra heilsuðust Katrín og Meghan með kossi en í ár var allt annað uppi á teningnum. 

Hér fyrir neðan má sjá þessi umtöluðu samskipti. mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að lenda í erfiðri stöðu gagnvart eldri ættingja. Prófaðu að fara fyrr á fætur, þér verður meira úr verki.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að lenda í erfiðri stöðu gagnvart eldri ættingja. Prófaðu að fara fyrr á fætur, þér verður meira úr verki.