„Ert þú ekki þarna kynlífsstelpan?

Fyrsti þáttur í 2. seríu kemur á morgun.
Fyrsti þáttur í 2. seríu kemur á morgun. Eggert Jóhannesson

Hlaðvarpsþættirnir Klikkaðar kynlífssögur snúa aftur á morgun. Þetta er önnur þáttaröð af þáttunum og segja þær Embla og Sif sem standa að baki þáttunum að aðdáendur eigi von á góðu.

Viðmælandi í fyrsta þættir er kynfræðingurinn Sigga Dögg og ræða þær við hana um allt sem tengist kynlífi og fara yfir fyrstu seríu. Í fyrstu seríu ræddu þær Embla og Sif gjarnan við fólk sem þær þekkja eða kannast við í gegnum vini sína og fjölskyldu. Núna hafa þær hins vegar fengið þjóðþekkta Íslendinga í bland við aðra til að opna sig um klikkuðustu kynlífssögurnar sínar. 

Þær stöllur segja að mikil vinna sé að halda úti hlaðvarpi en vinnan sé líka skemmtileg og gefandi. „Svo opnar þetta líka á fullt af samtölum fyrir utan þættina. Fólk er alltaf að koma upp að manni og segjast vera með eina klikkaða sögu,“ segir Sif. 

„Málið er að fólk talar ekki um þetta opinberlega. Við vorum eini þátturinn á Íslandi sem talaði um kynlíf, þó að núna hafi einhverjir bæst við,“ segir Sif.

Sigga Dögg kynfræðingur er fyrsti viðmælandi í 2. seríu.
Sigga Dögg kynfræðingur er fyrsti viðmælandi í 2. seríu. mbl.is/Árni Sæberg

Eins og nafn þáttanna gefur til kynna er efni þáttanna oft viðkvæmt og hafa þær stundum þurft að ritskoða sjálfar sig aðeins. „Já við höfum klippt eitthvað út, en það eru helst mæður okkar sem ritskoða okkur. Ég held að þær hafi verið að ritskoða okkur mest af viðmælendunum,“ segir Embla en í fyrstu þáttaröð fengu þær báðar mæður sínar til að koma í þátttinn og ræða þegar þær misstu meydóminn.

Sif segir að eitt það skemmtilegasta við þættina sé að kynnast fólki og spjalla náið við það. Aðspurðar hvernig það sé að halda úti hlaðvarpi um kynlíf á Íslandi segja þær að fólk hafi oft stoppað þær til að spjalla og þá sérstaklega á djamminu. 

„Já, það hefur alveg oft gerst. Fólk þekkti okkur fyrst ekkert útlitslega, af því myndirnar voru svolítið ólíkar okkur sjálfum. En ég hef alveg fengið á Mandí klukkan 5: „Hey, ert þú ekki þarna kynlífsstelpan?““ segir Embla en þeim finnst þó hið besta mál að fólk komi til þeirra og ræði þessa hluti. 

Markmiðið með þáttunum er líka að opna umræðuna um ýmislegt sem ekki er rætt í öllum vinahópum og fólk áttar sig kannski ekki á að er eðlilegt án þess að fletta því upp á netinu. 

Fyrsti þáttur í 2. seríu af Klikkuðum kynlífssögum kemur inn á morgun, sunnudaginn 15. mars. Þættirnir verða aðgengilegir hér á mbl.is og einnig á öllum helstu hlaðvarpsveitum. 

Markmiðið er að ræða um hluti sem ekki endilega eru …
Markmiðið er að ræða um hluti sem ekki endilega eru ræddir í öllum vinahópum. Eggert Jóhannesson
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.