Bjuggust ekki við að keppninni yrði aflýst

Rúnar Freyr Gíslason segir að þetta sé svekkjandi fyrir alla.
Rúnar Freyr Gíslason segir að þetta sé svekkjandi fyrir alla. Eggert Jóhannesson

Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri á RÚV, segir að þau hafi ekki búst við því að Eurovision-söngvakeppninni yrði aflýst. Hann segir að farið verði í það á næstu dögum að útfæra Eurovision 2021. 

„Ég var bara að fá fréttirnar eins og allir aðrir. Yfirráð Eurovision segir að það verði engin keppni í ár og að verið sé að tala við borgaryfirvöld í Rotterdam um að halda keppnina þar að ári,“ segir Rúnar.

„Maður bjóst ekki við að þeir myndu aflýsa keppninni alveg, frekar að þeir myndu fresta henni um nokkra mánuði,“ segir Rúnar.

Hann segir að ákvarðanir um framhaldið verði teknar í samvinnu við allar sjónvarpsstöðvarnar sem koma að keppninni. Ekki er búið að meta hvort þetta sé mikið fjárhagslegt tap fyrir RÚV. 

„Þetta er ótrúlega svekkjandi fyrir alla, bæði áhorfendur og þá sem hafa tekið þátt í þessu verkefni, allar sjónvarpsstöðvarnar og flytjendurnir sem voru spenntir að stíga á stóra sviðið,“ segir Rúnar.

Óvíst er hvort löndin sem taka þátt í keppninni megi senda þá keppendur sem þegar hafa verið kosnir áfram í keppnina að ári liðnu. Samkvæmt regluverki Eurovison má ekki senda lög í keppnina sem gefin hafa verið út fyrir 1. september árið áður. Rúnar segir að ekki sé komið á hreint hvort reglunum varðandi það verði breytt eða hvort halda þurfi aðra undankeppni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant