Daði á skilið að fara en spurning með lagið

Formaður Fáses, Flosi Jón Ófeigsson, er svekktur.
Formaður Fáses, Flosi Jón Ófeigsson, er svekktur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flosi Jón Ófeigsson, formaður FÁSES, var í áfalli eins og aðrir Eurovision-aðdáendur þegar blaðamaður náði í hann stuttu eftir að tilkynnt var að keppninni yrði aflýst. Flosi segi skrítið að senda sama lagið út að ári en segir þó að Daði eigi skilið að fara út.

„Þetta er náttúrlega eitthvað sem maður bjóst við. Allavega að þessu yrði frestað,“ segir Flosi. „Þeir eru væntanlega að fara eftir öðrum stærri hátíðum eins og EM í fótbolta. Það er enginn séns tekinn. Þetta verður í fyrsta skipti í sögu Euruvision sem ekkert Eurovision verður.“

Flosi var búinn að kaupa sér flug og hótel en átti ekki miða á keppnina sjálfa. Hann segir að hann reyni líklega að fá hótelgistinguna endurgreidda en spurning er með hvort hann fái að breyta flugmiðanum um ár ef keppnin verður haldin í Rotterdam 2021 eins og verið er að skoða.

Flosi segir enn margt óskýrt varðandi keppnina 2021, eins og hvort sömu lög verð send út að ári.

„Verður sama lagið? Detta þessi lög út og þurfum við að velja nýtt lag á næsta ári? Við vitum í rauninni ekki neitt,“ segir Flosi. 

„Mér finnst náttúrlega bara að Daði eigi að fara. Hann vann en hvort þau þurfa að semja nýtt lag veit maður ekki. Mér finnst að hann eigi rétt á því að fara út á næsta ári. Svo vitum við ekki hvað EBU (Samband evrópskra sjónvarpsstöðva) ákveður. Það er náttúrlega svolítið skrítið að vera með lög sem verða bara á „hold“ í ár. Mér þykir líklegt að það þurfi að velja ný. Maður veit ekki neitt og þetta eru bara getgátur hjá mér,“ segir Flosi.

Hann bendir á að reglur keppninnar séu á þá leið að ekki megi senda gömul lög út. Lögin sem áttu að keppa í ár þurftu til að mynda að koma út í september 2019 eða seinna. Það er því ljóst að breyta þarf reglum ef sömu lög mega keppa á næsta ári.

Daði átti að fara út til Rotterdam í maí.
Daði átti að fara út til Rotterdam í maí. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flosi segist hafa vonast til þess að að keppnin yrði haldin í ár með nútímatækni. Ákvörðunin kom þó kannski ekki á óvart og bendir Flosi á að úrslit forkeppninnar í Danmörku hafi verið án áhorfenda. Vegna þess hversu margir koma að keppninni hefði slíkt fyrirkomulag þó ekki hentað í lokakeppninni. 

Flosi hefur verið í sambandi við íslenska og erlenda aðdáendur og segir hann þá ótrúlega sorgmædda og ekki vita hvað þeir eiga að gera í maí. 

„Nú verðum við bara að bíða að sjá. Það verða erfiðar ákvarðanir sem þeir þurfa að taka. Allar þessar þjóðir búnar að hafa fyrir því að velja lög. Það væri skrítið að hafa lag sem var kannski gefið út í desember 2019,“ segir Flosi og segir þetta sérstaklega svekkjandi þar sem Íslendingar ætluðu að vinna Eurovision 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson