Gettu hvað Sigurður Ingi er alltaf kallaður?

Hann er alltaf kallaður Ingi og ætlaði sér aldrei að vera stjórnmálamaður. Einu sinni var hann samt forsætisráðherra, líka landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, þar áður umhverfisráðherra og nú er hann samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. 

Eftir körfuboltaæfingu eina veturinn 1994 datt hann óvart inn á fund í félagsheimilinu á Flúðum og vissi ekki fyrr en hann var kominn upp í pontu að mótmæla fundargesti sem var á því að „halda sveitunum hreinum“ og vera ekkert að draga menntafólk aftur heim í sveitina.

„Það endaði með að ég var kosinn og fékk reyndar flest atkvæði.“ Þannig byrjaði það.

Sigurður Ingi Jóhannsson er næsti gestur í Með Loga og sýnir þar á sér hlið sem þeir sem næst honum standa þekkja vel en aðrir kannski ekki. Þlátturinn kemur inn á Sjónvarp Símans Premium á fimmtudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson