Bíó Paradís skellir í lás tímabundið

Bíó Paradís neyðist til að loka dyrum sínum um óákveðinn …
Bíó Paradís neyðist til að loka dyrum sínum um óákveðinn tíma vegna samkomubanns. mbl.is/Golli

Kvikmyndahúsið Bíó Paradís mun loka dyrum sínum tímabundið frá og með morgundeginum, þriðjudeginum 24. mars. Allar fyrirhugaðar sýningar og viðburðir falla niður í bili vegna herts samkomubanns. 

Í gær tilkynntu stjórnvöld að hert yrði á samkomubanninu sem tók gildi mánudaginn 16. mars. Viðburðir þar sem fólk kem­ur sam­an verða tak­markaðir við 20 manns í stað 100 áður. Þetta tekur gildi á miðnætti í kvöld.  

Í tilkynningu frá Bíó Paradís segir að endurgreiðsluferli sé nú þegar hafið í gegnum Tix.is fyrir aflýstar sýningar. 

„Við setjum hag og heilsu gesta okkar og starfsfólks í forgang, í samræmi við fyrirmæli sóttvarnarlæknis, og teljum að þetta sé það eina ábyrga í stöðunni eins og hún er í dag. Við þurfum öll að leggja okkar af mörkum til þess að draga úr útbreiðslu óværunnar,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant