Cardi B vill fá borgað fyrir að þykjast vera með veiruna

Cardi B lætur ekki sitt eftir liggja þegar kemur að …
Cardi B lætur ekki sitt eftir liggja þegar kemur að baráttunni gegn kórónuvírusnum. mbl.is/AFP

Cardi B lætur ekki sitt eftir liggja þegar kemur að kórónuveirunni. Hún heldur því fram að fræga fólkinu sé borgað fyrir að þykjast vera með veiruna og vill hún fá borgað fyrir það líka. Þetta kemur fram á vef Daily Mail

Þó Cardi B sé enginn vísindamaður, þá hefur hún verið í viðtali í kínverskum fjölmiðlum um kórónuveiruna og eftir að hafa sjálf horft á myndband á YouTube um aðgerðir Wuhan gegn veirunni póstaði hún myndbandi á samfélagsmiðla sem áætlað er að hafi dreifst víða. Enda er hún með rúmlega 60 milljónir fylgjenda þar. 

„Ég var að horfa á myndband á YouTube um Wuhan í Kína og hvað þeir gerðu þegar þeir settu fólkið sitt í útgöngubann. Þegar fólkið var inni voru starfsmenn borgarinnar að speyja á götunar og bönkuðu upp á hjá fólki og hitamældu alla. Þeir sem voru með hita og allir þeir sem voru með kórónuveiruna þurftu að fylgja mjög ströngum fyrirmælum.

Mín spurning er þessi: Á meðan við hér í Bandaríkjunum höldum okkur heima. Hvað er ríkisstjórn Bandaríkjanna að gera? Eru þeir að spreyta göturnar? Er verið að hitamæla okkur til að sjá hvort við séum með veiruna eða ekki? Hvernig á ég að vita hvort ég er með veiruna? Ef ég er hóstandi er ég þá með hana? Ég er ekki svo viss. NBA körfuboltaspilararnir voru með allskonar upplýsingar um einkenni þess að vera veikur. 

Þetta er vandinn minn. Ég skil ekki hver einkennin eru? Ég er farin að halda að það sé verið að borga fræga fólkinu fyrir að þykjast vera veik. Og ef það er í gangi, þá vil ég fá borgað líka!“

Almenningur er sammála um að Cardi B sé kannski ekki sérfræðingur þegar kemur að smitsjúkdómum, en söngkonan virðist vera með hjartað á réttum stað þessa dagana. 

Lagið hennar um kórónuveiruna er að sækja í sig veðrið á iTunes vinsældarlistanum og var í 11. sæti á fimmtudaginn síðasta. Söngkonan hefur heitið því að allir peningar sem verða til vegna spilunar á laginu renni beint til fórnalamba veirunnar. Á Twitter lagði hún til að peningarnir færu til þeirra sem minna mega sín, þeirra sem þurfa mat og lyf en eiga ekki í nein hús að vernda vegna fátæktar um þessar mundir. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson