Vill endurgera „We Are the World“ fyrir fórnarlömb veirunnar

Lionel Richie vill endurgera We Are the World aftur.
Lionel Richie vill endurgera We Are the World aftur. AFP

Tónlistarmaðurinn Lionel Richie vill endurvekja lagið We Are the World til þess að safna fyrir þeim sem kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á. Upprunalega lagið kom út í mars árið 1985 og á það því 35 ára afmæli á þessu ári. 

Richie samdi lagið ásamt tónlistarmanninum Michael Jackson. Flestir kannast við We Are the World-lagið sem yfir 40 listamenn sungu ásamt þeim Richie og Jackson. Lagið var gefið út til styrktar Afríku og rann ágóðinn að mestu til barna í neyð Eþíópíu og Súdan. 

„Þessi lína kom til þegar ég og Michael vorum að spjalla. Við sögðum, þú getur annað hvort „Ég ætla að bjarga mínu eigin lífi“ eða „Við ætlum að bjarga lífum okkar“. „Við erum heimurinn“ er yfirlýsing sem við vildum opinbera. Hvað gerum við til að bjarga okkur?“ sagði Richie í viðtali við People

Richie, líkt og fleiri er í sjálfskipaðri sóttkví ásamt fjölskyldu sinni. „Við erum öll heima. Fjölskyldan er lykillinn að þessu. Það sem gerir þetta bærilegt,“ sagði Richie. Honum er umhugað um ástandið í heiminum og syrgir einnig góðan vin sinn, Kenny Rogers, sem féll frá nú á dögunum. 

„Ég verð að viðurkenna, að Guð þarf stundum að gera eitthvað til að koma okkur aftur á beinu brautina,“ segir Richie. 

„Fyrir tveimur vikum sögðum við að við vildum ekki gera neitt vegna 35 ára afmælisins því það er ekki rétti tíminn til þess. En skilaboðin eru svo skýr,“ sagði Richie. Hann segir að frá því að kórónuveiran fór að breiðast út hafi hann gert tilraun til að semja lag, en að hann endi alltaf með sömu orð og í We Are the World.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hugmyndir hafa komið upp um að endurgera lagið. Lagið var endurgert árið 2010 til styrktar fórnarlamba jarðskjálftans sem reið yfir Haítí í janúar sama ár. 

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler