Allen kvæntist vegna peninga

Woody Allen og Soon Yi Previn árið 2005.
Woody Allen og Soon Yi Previn árið 2005. AFP

Leikstjórinn Woody Allen segir í nýrri endurminningarbók sinni, Apropos of Nothing, að hann og eiginkona hans Soon-Yi Previn hafi gift sig vegna peninganna. Í stuttum útdrætti úr bókinni sem birtist á vef Page Six segir Allen að þau hafi elskað hvort annað og því ekki viljað gifta sig. 

Þau breyttu hins vegar um skoðun og var það ekki vegna þess að þau töldu það rómantískt að ganga í hjónaband. Nei, það var vegna þess að Allen vildi tryggja Previn traustan fjárhag. Hann gerði sér grein fyrir aldursmuninum á þeim og fannst líklegt að hann myndi deyja á undan eiginkonu sinni.

Allen er 84 ára og Previn aðeins 49 ára. Það er því 35 ára aldursmunur á þeim hjónum. 

„Ég dáði Soon-Yi og vissi að ég væri mun eldri og gæti dáið á hverri stundu. Ef ég myndi gera það vildi ég að hún væri löglega vernduð svo að hún fengi allt sem ég átti án vandræða,“ skrifar Allen í bók sinni.

Hjónin gengu í hjónaband í Feneyjum í desember 1997. 

„Ástæðan fyrir hjónabandi okkar var praktískt en brúðkaupið var mjög rómantískt,“ skrifar Allen og upplýsti að systir Allen og nánir vinir voru viðstaddir brúðkaupið. 

Samband Allen og Previn hefur lengi þótt umdeilt þar sem að Previn er ættleidd dóttir Miu Farrow, fyrrverandi kærustu Allen. 

Woody Allen ásamt eiginkonu sinni Soon-Yi Previn.
Woody Allen ásamt eiginkonu sinni Soon-Yi Previn. Reuters
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður þínar við vini þína og kunningja verða líflegar og uppörvandi. Fólk er ekki að reyna að ergja þig þó að það geri mistök.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður þínar við vini þína og kunningja verða líflegar og uppörvandi. Fólk er ekki að reyna að ergja þig þó að það geri mistök.