Dibango lést af völdum kórónuveirunnar

Manu Dibango í júní árið 2018.
Manu Dibango í júní árið 2018. AFP

Afríski djassleikarinnn Manu Dibango er látinn eftir að hafa smitast af kórónuveirunni.

Dibango fæddist í Kamerún og var 86 ára þegar hann lést. Hann er þekktastur fyrir lagið Soul Makossa sem kom út árið 1972.

Dibango er þar með ein fyrsta heimsþekkta manneskjan sem lætur lífið af völdum COVID-19.

„Hann lést snemma í morgun á sjúkrahúsi á Parísarsvæðinu,“ sagði útgefandi hans Thierry Durepaire.

Árið 2009 sakaði hann Michael Jackson um að hafa notað stef eftir sig í tveimur lögum á plötunni Thriller, án leyfis. Jackson náði samkomulagi við Dibango í málinu utan réttarsalar.

mbl.is

Kórónuveiran

31. mars 2020 kl. 13:07
1135
hafa
smitast
173
hafa
náð sér
36
liggja á
spítala
2
eru
látnir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Aðstæður þeirra sem ekki eru jafn lánsamir og þú koma við þig. Getur þú gert eitthvað til að hjálpa til? Þín verður freistað með góðu tilboði.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Aðstæður þeirra sem ekki eru jafn lánsamir og þú koma við þig. Getur þú gert eitthvað til að hjálpa til? Þín verður freistað með góðu tilboði.