Madonna sendir undarleg skilaboð í baði

Hugvekja Madonnu fékk misjöfn viðbrögð.
Hugvekja Madonnu fékk misjöfn viðbrögð. Skjáskot/Instagram

Söngkonan Madonna liggur ekki á skoðunum sínum um kórónuveiruna. Í myndbandi sem söngkonan birti á Instagram segir hún veiruna hafa gert okkur öll jöfn. Madonna hefur fengið misjafnar viðtökur við myndbandinu. 

Söngkonan fer með hugvekjuna í baði og undir heyrist falleg og róleg tónlist. 

„Þetta er málið með COVID-19. Þetta snýst ekki um hversu ríkur þú ert, hversu frægur þú ert, hversu fyndinn þú ert, hversu gáfaður, hvar þú býrð, hversu gamall þú ert, hversu frábærar sögur þú getur sagt. Þetta er hið frábæra jöfnunartól og það sem er svo hræðilegt við það er það sem er frábært við það,“ segir Madonna. 

Söngkonan segir það bæði yndislegt og hræðilegt að við erum öll jöfn. Segir hún jafnframt að ef báturinn byrjar að leka fari allt mannkynið með. 

Margir telja Madonnu hafa ansi rangt fyrir sér. Öfugt við það sem hin ríka og fræga Madonna heldur fram skipti peningar ansi oft máli þegar heilbrigðiskerfið er annars vegar. 

View this post on Instagram

No-Discrimination- Covid-19!! #quarantine #covid_19 #staysafe #becreative #brianeno

A post shared by Madonna (@madonna) on Mar 22, 2020 at 8:27am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson