„Oft kemur grátur eftir skellihlátur“

Edda Björgvins heldur örfyrirlestur í dag.
Edda Björgvins heldur örfyrirlestur í dag. Ásdís Ásgeirsdóttir

Leikkonan Edda Björgvinsdóttir segir að á tímum sem þessum sé gríðarlega mikilvægt að finna það sem er spaugilegt, skemmtilegt og fallegt. Í hádeginu heldur hún fyrirlestur í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands um hvernig megi nýta húmorinn, gleðina og kærleikann til að gera þessa skrítnu tíma sem við lifum á bærilegri. Fyrirlestrinum er streymt beint á Facebook og er öllum að kostnaðarlausu. 

Hún segir mikilvægt að fólk leyfi sér að upplifa allar tilfinningar í þessu ástandi og en að fólk eigi að æfa sig í að finna það sem er skemmtilegt og fallegt. 

„Ég læt það alltaf fylgja með að þetta er ekki dagsskipan. Fólk verður að fá að deila tilfinningum sínum, hvort sem það er sorg, ótti eða kvíði. En fólk á ekki að dvelja í harminum og það er það sem ég vil einblína á, hvernig við getum farið úr sorginni og óttanum yfir í gleðina,“ segir Edda í samtali við mbl.is. 

„Ég segi nú bara eins og amma mín sagði, „oft kemur grátur eftir skellihlátur“. Og það er það sem þetta snýst um. Hún segir það 100% eðlilegt að hver einasta manneskja upplifi sárar tilfinningar, ótta og kvíða með reglulegu millibili. „En það sem er svo hættulegt er að dvelja í því 24 tíma sólarhringsins,“ segir Edda. 

Hún segir að fólk eigi að vera duglegt að finna eitthvað skemmtilegt og broslegt til að hlæja að og bendir meðal annars á að fólk geti nýtt sér tæknina til þess. Edda hefur skemmt íslensku þjóðinni í hinu ýmsu skemmtiefni í gegnum áratugina. Á vefsíðunni hennar Eddabjörgvins.is má einmitt finna fullt af efni sem hún hefur leikið í, ekki bara kvikmyndir og þættir heldur einnig áramótaskaup.  

Erfitt ástand fyrir skemmtikrafta og einyrkja

Ástandið í þjóðfélaginu í dag er einstaklega erfitt fyrir skemmtikrafta. Hert samkomubann hefur haft þau áhrif að flestir skemmtikraftar eru atvinnulausir. Edda segist fara niður á hnén á hverjum degi og þakka fyrir að hún sé fastráðin hjá Borgarleikhúsinu. 

„Það eru margir að upplifa afkomuótta um þessar mundir. Allir skemmtikraftarnir sem ég elska eru atvinnulausir núna. Það var allt fellt niður. Það er yfirleitt mikið að gera hjá skemmtikröftum þessa mánuðina og margir sem nýta þá til að safna fyrir mögru tímunum. Ég las þó góðar fréttir um að fólk ætti að hugsa um skemmtikrafta og einyrkja um þessar mundir og ég vona að allir hafi fyrir skuldunum sínum, mat og geti framfleytt sér og fjölskyldu sinni,“ segir Edda.

Breytir líkamsstarfseminni að hlæja

Edda segir það vera lífsnauðsynlegt að hlæja og það geti breytt líkamsstarfseminni þegar gleði hormónarnir flæði um líkamann.

„Að dansa og syngja eins og brjálæðingur við eitt lag, í kannski 3 mínútur gerir næstum því jafn mikið gagn fyrir líkamann og að fara út að hlaupa í 20 mínútur,“ segir Edda. Hún bætir við að þegar við sjáum það skemmtilega við lífið erum við mun betur í stakk búin til að takast á við það erfiða. 

„Það eru erfiðir tímar framundan. Það er búið að segja okkur það. Þess vegna er svo mikilvægt að við séum í stakk búin til þess að takast á við þá,“ segir Edda. 

Hún segist finna fyrir miklum samhug í samfélaginu og að allir séu að reyna að gera eitthvað til að bæta ástandið. „Þarna bara sannast að Íslendingar eru einstakir með það að hjálpast að. Við erum einstök þjóð.“

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson