Flutti inn Dynasty og seldi í Hagkaup

Vissir þú að Sigurjón Sighvatsson flutti inn sápuóperuna Dynasty, í félagi við Sigurð Gísla Pálmason, og seldi í Hagkaup þegar sjónvarp var bara í boði 6 daga vikunnar og RÚV gat bara sýnt Dallas? 

Vissir þú að þessi sami Sigurjón útskrifaðist með B.A.-gráðu í ensku og bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og fékk svo Fulbright-styrk til þess að fara í framhaldsnám við Háskólann í Suður Kaliforníu þaðan sem hann lauk mastersgráðu í listum?

Vissir þú að hann er maðurinn á bak við Beverly Hills 90210 og var sá eini sem hafði trú á því að þeir þættir gætu orðið eitthvað?

Sigurjón fer yfir þetta og margt fleira í næsta þætti af Með Loga. Þátturinn kemur í Sjónvarp Símans Premium á fimmtudag og verður sýndur sama dag línulegri dagskrá kl. 20:10.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Löngun þín til að auka tekjur þínar gæti gert það að völdum að þú svífst nánast einskis til að vinna að bótum í vinnunni. Njóttu sigursins.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Löngun þín til að auka tekjur þínar gæti gert það að völdum að þú svífst nánast einskis til að vinna að bótum í vinnunni. Njóttu sigursins.