Frúrnar hefna sín á kókaínsniffandi bankamönnunum

Hermine hefndi sín undir lok fyrstu seríu. Hún mun eflaust …
Hermine hefndi sín undir lok fyrstu seríu. Hún mun eflaust halda áfram í næstu seríu ef marka má orð framleiðslustjórans.

Í annarri seríu af norsku þáttunum Exit, eða Útrás eins og þeir kallast á íslensku, munu eiginkonur bankamannanna hefna sín. Fyrsta serían fór í loftið í Noregi í fyrra og sló í gegn í spilara Rúv fyrr á þessu ári.

Fátt var rætt um annað en Útrás á kaffistofum landsins á milli lægða sem gengu hér yfir með skömmu millibili í janúar og febrúar. Önnur sería er í bígerð og gert er ráð fyrir að hún fari í loftið í Noregi á næsta ári.

Petter Testmann-Koch, einn af framleiðendum þáttanna segir í viðtali við VG að nú sé komið að því að varpa ljósi á eiginkonur bankamannanna sem við fylgdumst með í síðustu seríu. 

„Við fengum fjöldan allan af skilaboðum frá eiginkonum manna í bankageiranum sem vildu segja sína sögu, af því hvernig er að búa með svona mönnum. Þær voru eflaust líka í smá hefndarhug. Þessi sería mun gefa okkur betri innsýn inn í hvernig þær upplifa þetta líf og við gefum því pláss í annarri seríu. Nokkrar kvennanna verða mun áberandi í seríu 2,“ sagði Testmann-Koch. 

Hann segir að handritið að annarri seríu sé ekki fullbúið en að hann sé mjög ánægður með það sem komið er frá handritshöfundinum Øystein Karlsen. Hann bætir einnig við að það sé mikilvægt að hliða söguþræðinum til að það sé ekki of augljóst hvaða persónur í raunveruleikanum eru fyrirmyndir persónanna í þáttunum. 

Eiginkonur fjórmenninganna munu hefna sín í seríu 2.
Eiginkonur fjórmenninganna munu hefna sín í seríu 2. NRK
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler