Harry vildi strax snúa heim

Konungsfjölskyldan í Westminster Abbey 9. mars síðastliðinn. Harry fór aftur …
Konungsfjölskyldan í Westminster Abbey 9. mars síðastliðinn. Harry fór aftur til Kanada stuttu seinna en íhugaði að snúa aftur til Bretlands eftir að faðir hans, Karl Bretaprins, greindist með kórónuveiruna. AFP

Fyrstu viðbrögð Harrys Bretaprins þegar hann fékk fregnir að faðir hans, Karl Bretaprins, hefði greinst með kórónuveiruna, voru að snúa strax aftur heim til Bretlands. 

Harry hefur dvalið í Kanada síðustu mánuði með eiginkonu sinni Meghan Markle og syni þeirra, Archie, eftir að þau sögðu sig frá öllum konunglegum skyldum. 

Breska konungsfjölskyldan staðfesti í dag að Karl hefði sýkst af veirunni. Talsmaður fjöl­skyld­unn­ar seg­ir að prins­inn af Wales, sem er 71 árs, sé með væg ein­kenni kór­ónu­veirunn­ar en sé við góða heilsu að öðru leyti. Her­togaynj­an af Cornwall, Camilla eig­in­kona Karls, hef­ur farið í sýna­töku en hún er ekki með veiruna. Hjón­in eru í sjálf­skipaðri ein­angr­un í Balmoral og hef­ur prins­inn sinnt störf­um sín­um að heim­an und­an­farna daga.

Harry fékk þau skilaboð frá konungsfjölskyldunni að skynsamlegast væri að hann héldi kyrru fyrir og var hann fullvissaður um að vel sé hugsað um Karl föður hans. Þetta hefur Fox News eftir Neil Sean, fréttaritara sínum í Bretlandi. Sean hefur eftir heimildamanni úr höllinni að veikindi Karls hafi sameinað bræðurna Harry og Vilhjálm á ný og þeir talist nú við, en samband bræðranna hefur verið stirt upp á síðkastið. 

„Þeir hafa báðir talað við föður sinn með myndsímtali og þeir hlógu saman og gerðu grín og það gladdi Karl að sjá bræðurna glaða saman á ný,“ hefur Sean eftir heimildamanni úr höllinni. 

Ekki er vitað með fullri vissu hvar Karl smitaðist en hann hafi komið víða und­an­farn­ar vik­ur í op­in­ber­um er­inda­gjörðum. Hann hefur þó unnið að heiman frá 12. mars, að því er haft er eftir Nicholas Witchell, konunglegum fréttaritara BBC.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Félagslífið stendur í miklum blóma, sem þýðir að þú þarft að standa við gefin loforð. Einnig er lag að byrja nýtt samband og handsala viðskipti.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Félagslífið stendur í miklum blóma, sem þýðir að þú þarft að standa við gefin loforð. Einnig er lag að byrja nýtt samband og handsala viðskipti.