Karl Bretaprins með veiruna

Karl Bretaprins hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta hefur verið staðfest af bresku konungsfjölskyldunni.

Talsmaður fjölskyldunnar segir að prinsinn af Wales, sem er 71 árs, sé með væg einkenni kórónuveirunnar en sé við góða heilsu að öðru leyti.

Karl Bretaprins.
Karl Bretaprins. AFP

Hertogaynjan af Cornwall, Camilla eiginkona Karls, hefur farið í sýnatöku en hún er ekki með veiruna. Hjónin eru í sjálfskipaðri einangrun í Balmoral og hefur prinsinn sinnt störfum sínum að heiman undanfarna daga.

Ekki er vitað með fullri vissu hvar prinsinn smitaðist en hann hafi komið víða undanfarnar vikur í opinberum erindagjörðum. 

Frétt BBC

Karl og Camilla eru í sjálfskipaðri einangrun á heimili sínu.
Karl og Camilla eru í sjálfskipaðri einangrun á heimili sínu. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það skiptir öllu í samstarfi að menn virði skoðanir hvers annars og nái samkomulagi um það sem máli skiptir. Að öðrum kosti talarðu fyrir daufum eyrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það skiptir öllu í samstarfi að menn virði skoðanir hvers annars og nái samkomulagi um það sem máli skiptir. Að öðrum kosti talarðu fyrir daufum eyrum.