Skímó bjargar þjóðinni með nýju lagi

Nýtt lag með Skímó kemur út á morgun.
Nýtt lag með Skímó kemur út á morgun. Ljósmynd/Golli

Hljómsveitin Skítamórall senda frá sér nýtt lag á morgun, fimmtudag. Hljómsveitin hefur ekki sent frá sér nýtt lag um nokkurt skeið og því er nýtt ekta Skímó lag einmitt það sem þjóðin þarf á þessum skrítnu tímum. 

Lagið kemur inn á allar helstu efnisveitur á morgun. 

„Við erum búnir að vera að reyna að semja og útsetja inn í tíðarandann en til að ná því fram þarf stundum að fórna gamla hljómnum eða gömlum elementum,“ segir Hebbi Viðars bassaleikari sem er höfundur lagsins. „Svo bara fórum við að leita aftur í gamla hljóminn okkar og leituðum af þeim þáttum sem drógu hlustendur til okkar í upphafi,“ segir Hebbi. 

Lagið sem kemur út á morgun heitir „Aldrei ein“ og er alveg hreinræktað Skítamórals lag. Fyrir þá sem þekkja sveitina vel og hennar verk minnir lagið á lögin af plötunni „Nákvæmlega“ sem kom út vorið 1998.

Vignir Snær Vigfússon stjórnaði upptökum af laginu en sveitin hefur unnið heilmikið með honum í gegnum tíðina.

„Það er allt löðrandi í gamla Skítamóral í þessu lagi og maður fer bara í huganum í sveitaball, sér fyrir sér sumar, sól og betri tíð með blóm í haga, bara ákúrat það sem þjóðin þarfnast núna! Maður sér jafnvel fyrir sér dalinn taka undir“ segir Addi Fannar.

Textinn við nýja lagið er eftir Val Arnarsson æskuvin strákana frá Selfossi og inntakið er að þrátt fyrir að við séum öll einstök erum við langt frá því að vera ein, saman erum við ein heild.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson