Tvíburarnir Sigga og Sóla halda áfram í júróstuði

Tvíburasysturnar Sigga og Sóla eru miklir Eurovision-aðdáendur. Sigga er vinstra …
Tvíburasysturnar Sigga og Sóla eru miklir Eurovision-aðdáendur. Sigga er vinstra megin og Sóla hægra megin. Ljósmynd/Aðsend

Tvíburasysturnar Sigríður Lilja og Sólrún Svava Skúladætur eru miklir Eurovision-aðdáendur. Þær ætluðu að láta gamlan draum rætast í vor og skella sér á aðalkeppnina í Rotterdam. Þær þurfa þó að minnsta kosti að bíða í eitt ár í viðbót en á meðan skemmta þær Eurovision-aðdáendum um allan heim með skemmtilegum myndböndum á Youtube. 

Sigga segir að þær systur séu samrýmdar. Þær eru báðar verkfræðingar og hafa verið miklir Eurovision-aðdáendur síðan Selma lenti í öðru sæti árið 1999. Sigga segir þær systur hafa horft oftar á keppnina en þær geti talið. Það var þó atriði Hatara sem kveikti neistann. 

„Í fyrra var Hatari með alveg geggjað atriði. Þá horfðum við á keppnina með vinkonum okkar og við ákváðum að fara á Eurovision á næsta ári. Við skráðum okkur í FÁSES og vorum með plan um að kaupa miða og vorum ótrúlega spenntar að fara á Eurovision,“ segir Sigga fyrirhugað ferðaplan þeirra systra. 

Í byrjun árs mundi Sigga eftir því hversu skemmtilegt henni fannst að skoða svokölluð „reaction-myndbönd“ á netinu eða viðbragðsmyndbönd. Hún segir að Ísland hafi loksins verið með atriði sem var öðruvísi í fyrra og vakti Hatari viðbrögð á meðal fólks. Sigga segir að hún hafi verið byrjuð að skoða svipuð myndbönd fyrir Daða í byrjun árs enda ætlaði hún að vera vel undirbúin. 

Við héldum mest með Daða og við fórum á allar undakeppninnar og á úrslitin í Laugardalshöllinni,“ segir Sigga um undirbúninginn. 

Siggu fannst svo skemmtilegt að horfa á viðbrögð hjá öðrum og þar sem hún ætlaði að taka Eurovision alla leið í ár þá ákvað hún og systir hennar að búa til sín eigin viðbragðsmyndbönd. Þeim fannst skemmtileg tilhugsun að geta skemmt öðrum Eurovision-aðdáendum og svo var kostur að þekkja lögin vel. Þær fjárfestu líka í Daða-peysum og vonuðust til þess að geta aukið vinsældir Daða erlendis enn frekar.  

„Við byrjuðum eiginlega bara fyrir tveimur vikum, bara rétt fyrir Covid af því við vorum svo spenntar fyrir Eurovision," segir Sigga en segir þær systur ekki hættar þó svo að búið sé að flauta Eurovision af. Í stað þess að bregðast við nýjum Eurovison-lögum ætla þær að fara í gegnum söguna. 

„Við viljum bara pæla í einhverju öðru og af því maður hefur minna að gera eftir vinnu og maður er bara svolítið mikið heima hjá sér þá hugsuðum við af hverju höldum við ekki bara áfram. Þannig núna erum við að taka eitt land í einu og velja skemmtilegustu og eftirminnilegustu lögin frá hverju landi fyrir sig. Svona bara til þess að hafa eitthvað skemmtilegt fyrir stafni.“ 

Hvernig hefur fólk tekið í þetta?

„Fólk í kringum okkur finnst þetta voðalega skemmtilegt. Auðvitað eru Sigga og Sóla að gera eitthvað svona. Svo er fólk í flestum tilvikum bara mjög jákvætt. Það eru 99 prósent jákvætt en svo er kannski eitt prósent sem er eitthvað fúlt þann daginn.“

Sigga segir að þær hafi fengið mjög gott áhorf á viðbrögð sín við rússneska framlaginu og mikið af rússneskum athugasemdum. Hún er búin að þýða nokkur þeirra og flest eru þau jákvæð.

„Rússar eru náttúrulega svo margir og þeir voru vissir um að þeir væru að fara vinna. Allt Rússland hefur náttúrulega bara veið að leita.“

Systurnar vonast til þess að fara á næsta ári til Rotterdam. 

„Við ætluðum að fara með tveimur öðrum vinkonum okkar og vorum búnar að leigja íbúð í Rotterdam og kaupa flug. Við vonum bara að við komumst á næsta ári, við erum mjög spenntar fyrir því,“ segir Sigga að lokum.  

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við vini eða milli hópa einkennast af hlýju og vinskap. Að næra þann hluta af sjálfum þér bætir samböndin og gefur listaverkum þínum meiri dýpt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við vini eða milli hópa einkennast af hlýju og vinskap. Að næra þann hluta af sjálfum þér bætir samböndin og gefur listaverkum þínum meiri dýpt.