Átti í ástarsambandi við þrjár Keaton-systur

Woody Allen.
Woody Allen. AFP

Leikstjórinn Woody Allen er hreinskilinn í nýrri endurminningabók sinni, Apropos of Nothing. Ástarsamband hans við leikkonuna Diane Keaton er vel þekkt en samband hans við systur leikkonunnar er ekki á allra vörum. Allen greinir frá samböndum sínum við systurnar í bókinni sinni að því fram kemur á vef Page Six.

„Ég var að hitta fallegu systur hennar, Robin, og við áttum í stuttu ástarsambandi,“ skrifar Allen um systur Diane Keaton. „Eftir það hitti ég hina fallegu systur hennar, Dory, og við áttum í stuttu sambandi. Allar þrjár Keaton-systurnar voru fallegar, yndislegar konur,“ skrifar Allen og nefndi einnig að móðir systranna væri falleg kona. 

Allen kynntist leikkonunni Diane Keaton þegar hún mætti í áheyrnarprufu fyrir leikrit árið 1969. Þau féllu fyrir hvort öðru og voru saman um tíma. Þau eru enn góðir vinir og hefur Keaton leikið í nokkrum myndum Allen. 

Diane Keaton.
Diane Keaton. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það þarf ekki alltaf einhver ósköp til þess að lífga upp á tilveruna. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun ganga upp. Vertu bjartsýn/n.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það þarf ekki alltaf einhver ósköp til þess að lífga upp á tilveruna. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun ganga upp. Vertu bjartsýn/n.