Meghan snúin aftur til Hollywood

Meghan og Harry eru mætt til Los Angeles.
Meghan og Harry eru mætt til Los Angeles. AFP

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja eru flutt frá Kanada til Los Angeles-borgar í Bandaríkjunum. Þar að auki styttist í útgáfu náttúrulífsmyndar þar sem Meghan er sögumaður. 

Disneynature tilkynnti í gær að 3. apríl kæmi út náttúrulífsmyndin Elephant sem Meghan hertogaynja af Sussex talar inn á og Dolphin Reef sem Natalie Portman talaði inn á.

Talið er að þetta verkefni hafi verið lengi í bígerð en á frumsýningu Lion King síðasta sumar í London náðist myndband af Harry ræða við fyrrverandi yfirmann hjá Lion King um að Meghan gæti talað inn á kvikmyndir. 

Hjónin hafa dvalið í Kanada frá því í janúar með syni sínum Archie, en nú eru þau flutt suður á bóginn til heimaborgar Meghan, en móðir hennar Doria Ragland býr einnig í borginni.mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við misskilningi í samskiptum þínum við yfirmenn í dag. Ekki óttast neikvætt umtal, þú veist sannleikann.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við misskilningi í samskiptum þínum við yfirmenn í dag. Ekki óttast neikvætt umtal, þú veist sannleikann.