Heil þjóð grét og gnísti tönnum

Ewing-fjölskyldan í sínu fínasta pússi á Southfork-búgarðinum.
Ewing-fjölskyldan í sínu fínasta pússi á Southfork-búgarðinum. CBS

Engum blöðum er um það að fletta að bandaríska olíudramað Dallas er ástsælasti leikni sjónvarpsþáttur Íslandssögunnar. Alltént eru engin önnur dæmi um að heil þjóð hafi grátið og gníst tönnum í einum kór eftir að sjónvarpsþáttur var tekinn af dagskrá.

Það gerðist eftir að Ríkisútvarpið fékk skyndilega þá flugu í höfuðið, eftir að hafa sýnt Dallas við fordæmalausar vinsældir um langt árabil, að efnið væri ekki nægilega „kúltíverað“ fyrir sjálfa bókmenntaþjóðina og taldi sér skylt að linna látum.

Til allrar hamingju höfðu bensínstöðvar þessa lands betri skilning á sálarlífi þjóðarinnar og hófu útleigu á nýjustu þáttunum á myndbandsspólum, VHS frekar en Beta en síðarnefnda kerfið var þá líklega búið að tapa því stríði. Höfðu spólurnar skemmri viðkomu í hillunum en landnámshæna í tófugreni, slík var eftirspurnin. Sá leikur gat aldrei endað nema á einn veg; Ríkisútvarpið kyngdi stoltinu og hóf á ný sýningar á Dallas.

Þetta er líklega ekki verri tími en hver annar til að endurnýja kynnin við Ewing-fjölskylduna. Joð gamla Err, Bobby, Sue Ellen, Pamelu og öll hin sem standa mörgum Íslendingum líklega nær en margir í sjálfum frændgarðinum, alltént eftir annan lið. Hvað sungu Dúkkulísurnar um árið og meinuðu það? Ég vild'ég væri Pamela í Dallas.

Sunnudagsblað Morgunblaðsins bendir um helgina á nokkra vel valda sjónvarpsþætti sem vert væri að endursýna. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekkert að eyða tímanum í eftirsókn eftir vindi. Hlustaðu með líkama og sál, svo þú getir skilið, haft samúð og læknað.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekkert að eyða tímanum í eftirsókn eftir vindi. Hlustaðu með líkama og sál, svo þú getir skilið, haft samúð og læknað.