Heil þjóð grét og gnísti tönnum

Ewing-fjölskyldan í sínu fínasta pússi á Southfork-búgarðinum.
Ewing-fjölskyldan í sínu fínasta pússi á Southfork-búgarðinum. CBS

Engum blöðum er um það að fletta að bandaríska olíudramað Dallas er ástsælasti leikni sjónvarpsþáttur Íslandssögunnar. Alltént eru engin önnur dæmi um að heil þjóð hafi grátið og gníst tönnum í einum kór eftir að sjónvarpsþáttur var tekinn af dagskrá.

Það gerðist eftir að Ríkisútvarpið fékk skyndilega þá flugu í höfuðið, eftir að hafa sýnt Dallas við fordæmalausar vinsældir um langt árabil, að efnið væri ekki nægilega „kúltíverað“ fyrir sjálfa bókmenntaþjóðina og taldi sér skylt að linna látum.

Til allrar hamingju höfðu bensínstöðvar þessa lands betri skilning á sálarlífi þjóðarinnar og hófu útleigu á nýjustu þáttunum á myndbandsspólum, VHS frekar en Beta en síðarnefnda kerfið var þá líklega búið að tapa því stríði. Höfðu spólurnar skemmri viðkomu í hillunum en landnámshæna í tófugreni, slík var eftirspurnin. Sá leikur gat aldrei endað nema á einn veg; Ríkisútvarpið kyngdi stoltinu og hóf á ný sýningar á Dallas.

Þetta er líklega ekki verri tími en hver annar til að endurnýja kynnin við Ewing-fjölskylduna. Joð gamla Err, Bobby, Sue Ellen, Pamelu og öll hin sem standa mörgum Íslendingum líklega nær en margir í sjálfum frændgarðinum, alltént eftir annan lið. Hvað sungu Dúkkulísurnar um árið og meinuðu það? Ég vild'ég væri Pamela í Dallas.

Sunnudagsblað Morgunblaðsins bendir um helgina á nokkra vel valda sjónvarpsþætti sem vert væri að endursýna. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson