Í sóttkví með nýja kærastanum

Ariana Grande er í sóttkví með nýja kærastanum.
Ariana Grande er í sóttkví með nýja kærastanum. AFP

Tónlistarkonan Ariana Grande er ekki einmana í sjálfskipaðri sóttkví sinni þessa dagana. Grande er komin með nýjan kærasta og hafa þau deilt síðustu vikum saman heima.

Nýji maðurinn í lífi Grande er fasteignasalinn Dalton Gomez. Að sögn heimildarmanna TMZ hafa þau verið í sambandi í nokkra mánuði. Gomez er enginn alþýðumaður en hann sér um að selja dýrar fasteignir í Los Angeles til ríka og fræga fólksins.

Síðasta haust var Grande sögð vera í sambandi með tónlistarmanninum Mickey Foster. Áður var hún í sambandi með grínistanum Pete Davidson og trúlofuðu þau sig eftir aðeins nokkra vikna samband. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt ekki vera steypt/ur í sama mót og aðrir og ferð þínar eigin leiðir í skoðunum og lífinu sjálfu. Einhver biður þig um hjálp.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt ekki vera steypt/ur í sama mót og aðrir og ferð þínar eigin leiðir í skoðunum og lífinu sjálfu. Einhver biður þig um hjálp.