Trump vill ekki borga fyrir gæslu Harrys og Meghan

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni ekki borga fyrir öryggisvörslu Harrys Bretaprins og Meghan Markle flytji þau frá Kanada til Bandaríkjanna. 

Trump tísti því í kvöld að hann væri „mikill vinur og aðdáandi drottningarinnar og Bretlands“, og bætti síðan við að hertogahjónin af Sussex skyldu sjálf borga fyrir þá öryggisgæslu sem þau teldu sig þurfa. 

Hertogahjónin af Sussex.
Hertogahjónin af Sussex. AFP

Hjónin hafa áður sagt að þau myndu ekki fara fram á niðurgreidda öryggisgæslu í Bandaríkjunum. Samkvæmt BBC er talið að þau hafi flutt til Kaliforníuríkis vegna kórónuveirufaraldursins, en þau fluttust til Kanada eftir að þau stigu til hliðar sem starfandi meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar. Skyldum þeirra fyrir krúnuna lýkur formlega á þriðjudaginn, 31. mars, en fyrirkomulagið verður endurskoðað að ári. 

Í formlegri yfirlýsingu talsmanns hertogahjónanna í kvöld sagði að hertogahjónin hefðu „ekki í hyggju að biðja bandarísk yfirvöld um öryggisgæslu. Öryggisfyrirkomulag hefur verið tryggt á þeirra vegum“.

mbl.is

Kórónuveiran

28. maí 2020 kl. 13:00
3
virk
smit
1792
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk heillast auðveldlega af þér í dag. Þú átt eftir að sjá rautt í kvöld, en mundu að telja upp að tíu áður en þú opnar munninn.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk heillast auðveldlega af þér í dag. Þú átt eftir að sjá rautt í kvöld, en mundu að telja upp að tíu áður en þú opnar munninn.