Vilja enn leysa hvarf eiginmanns Carole Baskin

Lögreglan leitar enn að eiginmanni Carole Baskin.
Lögreglan leitar enn að eiginmanni Carole Baskin. skjáskot/Facebook

Chad Chronister, lögreglustjórinn í Hillsborough County í Bandaríkjunum, segir að lögreglan vilji enn reyna að leysa hvarf Jacks „Dons“ Lewis, eiginmanns Carole Baskin. Hvarfið er mikið í fréttum um þessar mundir, en fjallað er um hvarfið í þáttunum Tiger King sem nýlega komu inn á streymisveituna Netflix.

Í viðtali við TMZ segir Chronister að málið sé enn opið hjá lögreglunni en Lewis sást síðast hinn 18. ágúst árið 1997.

Lögreglustjórinn vonast til þess að vinsældir þáttanna verði til þess að lögreglunni berist fleiri ábendingar. „Ég ákvað að það væri tími til þess að nýta vinsældir þáttanna til að athuga hvort einhver myndi stíga fram með ný sönnunargögn,“ sagði Chronister. 

Lewis var úrskurðaður látinn fimm árum eftir hvarfið, en þrátt fyrir það hefur enginn verið ákærður fyrir morð eða nokkur vísbending um hvar hann er eða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við misskilningi í samskiptum þínum við yfirmenn í dag. Ekki óttast neikvætt umtal, þú veist sannleikann.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við misskilningi í samskiptum þínum við yfirmenn í dag. Ekki óttast neikvætt umtal, þú veist sannleikann.