Pabbi þinn myndi aldrei gera þetta!

Fyrsta kona heims til að vera lýðræðislega kjörin forseti þjóðar, frú Vigdís Finnbogadóttir, sest í heiðurssæti Loga sem síðasti gestur hans í fjórðu þáttaröðinni af Með Loga. Í opnu og einlægu viðtalinu talar þessi fyrrverandi skipstjóri íslensku þjóðarskútunnar um faglega jafnt sem persónulega sigra og ósigra.

Hún undirritaði til dæmis lögin um EES-samninginn en deilurnar út af því máli gengu mjög nærri henni. 34 þúsund manns skrifuðu undir áskorun til hennar um að beita 26. grein stjórnarskrárinnar og neita að undirrita lögin um gildistöku samningsins.

„Þetta var mjög erfitt,“ segir Vigdís og spurð hvort fólk hafi hætt að heilsa henni játar hún því: „Já, menn voru svona ansi fúlir í fasi, ef maður getur sagt svo.“

Vigdís bendir einnig á að seinna hafi komið í ljós að þessi samningur var gæfuspor fyrir þjóðina. Viðtalið í heild sinni verður sýnt í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans á fimmtudaginn kl. 20:10 og kemur inn í Sjónvarp Símans Premium fyrr um daginn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant