R. Kelly vill losna fyrr vegna veirunnar

R. Kelly vill losna fyrr.
R. Kelly vill losna fyrr. AFP

Tónlistarmaðurinn R. Kelly vill fá að losna fyrr úr fangelsi þar sem hann telur að hann geti smitast af veirunni innan veggja fangelsisins.

Lögfræðingateymi Kellys lagði fram kröfu til fangelsismála í síðustu viku þess efnis að R. Kelly fengi að losna úr fangelsi á meðan kórónuheimsfaraldurinn stendur yfir. R. Kelly er ákærður fyrir fjölda kynferðisafbrota og bíður þess að mál hans verði tekið fyrir. Rök Kellys og lögfræðinga hans eru að hann geti ekki undirbúið sig fyrir málið frá fangelsinu á þessum erfiðu tímum.

Krafan hefur verið tekin fyrir og fékk hann neitun. Samkvæmt fangelsismálayfirvöldum er Kelly ekki nógu gamall til að flokkast í áhættuhópi fyrir kórónuveirunni. Hann er 53 ára en miðað er við 65 ár. Auk þess hafi hann fengið sápu og hreinlætisvörur í klefa sinn. 

Kelly segir að það sé ekki rétt, og þá sérstaklega með tilliti til samfanga hans sem gætu smitast af veirunni. Lögfræðingur Kellys, Steven Greenberg, fellst ekki á rök fangelsisyfirvalda og segir að fangelsi geti verið gróðrarstöð fyrir veiruna. Hann segir að það sé aðeins tímaspursmál hvenær veiran kemur upp í fangelsinu og þá muni hún breiðast út eins og eldur í sinu. Auk þess geti Kelly ekki undirbúið sig almennilega þar sem heimsóknarbann hefur verið sett á og hann getur ekki hitt lögfræðinga sína augliti til auglitis.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason