Shayk með þekktum kvennabósa

Irina Shayk.
Irina Shayk. AFP

Rússneska ofurfyrirsætan Irina Shayk hefur varið töluverðum tíma með listaverkasalanum Vito Schnabel á meðan kórónuveirufaraldurinn hefur geisað. Shayk hætti með barnsföður sínum Bradley Cooper fyrir tæpu ári. 

Ofurfyrirsætan og listaverkasalinn hafa verið mynduð saman á gangi í New York að því er fram kemur á vef Page Six og á leiðinni inn í íbúð Schnabels. Heimildarmaður sem þekkir til segist hafa heyrt af samskiptum þeirra Shayk og Schnabels. Hann tekur þó fram að hann viti ekki hvort sambandið sé rómantískt. Hann líkir ástandinu í heiminum í dag við Örkina hans Nóa og segir að fólk vilji láta para sig saman. Annar heimildarmaður segir að Shayk og Schnabel hafi verið vinir lengi. 

Hvort sem parið er bara vinir eða eitthvað meira er Schnabel þekktur fyrir að eiga í ástarsamböndum við þekktar konur, þar á meðal fyrirsætur. Hann var i sambandi við Heidi Klum og Elle Macpherson sem báðar voru tölvert eldri en hann. Hann átti einnig í sambandi við leikkonurnar Amber Heard, Demi Moore og Liv Tyler.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notfærðu þér þann hæfileika þinn að vera fundvís á missmíðir. Njóttu þess að vera með öðrum og að deila draumum þínum og framtíðarvonum með þeim.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notfærðu þér þann hæfileika þinn að vera fundvís á missmíðir. Njóttu þess að vera með öðrum og að deila draumum þínum og framtíðarvonum með þeim.