Batnaði áður en hann greindist

Gary Holt á tónleikum með Slayer.
Gary Holt á tónleikum með Slayer. AFP

Gary Holt, gítarleikari þrassbandsins sáluga Slayer, hefur staðfest að hann hafi greinst með kórónuveiruna. Þau tíðindi virðast þó vera akademísk fyrir hann en niðurstaða úr prófi sem Holt og spúsa hans, Lisa, tóku í Bandaríkjunum barst ekki fyrr en ellefu dögum síðar. Í millitíðinni batnaði Holt og kveðst vera við hestaheilsu í dag. Að vísu 7,3 kg léttari. Lisa reyndist ekki smituð. 

Forsaga málsins er sú að Holt var eitthvað rotinpúrrulegur við komuna heim úr tónleikaferð með bandi sínu, Exodus, í nýliðnum mánuði. Einkennin rímuðu við kórónuveiruna og skelltu hjónakornin sér fyrir vikið beint í próf. Fóru að því loknu beint í sóttkví á heimili sínu í Kaliforníu. 

„Ég hef verið einkennalaus nógu lengi til að mega gera það sem er heimilt, svo sem að kaupa sjálfur í matinn! Mér líður mjög vel, komst í gegnum erfiðu dagana, og heilsan virðist orðin 100% á ný. Innilegar þakkir til ykkar allra sem senduð okkur hugheilar kveðjur. Nú sný ég mér að nýjum Exodus-riffum, fyrst ég er að mestu fastur heima,“ segir Holt á Instagram en útgöngubann er í gildi í Kaliforníu.  

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er aldrei að vita hvenær gamlir vinir birtast á ný og engin ástæða til þess að láta það slá sig út af laginu. Slík reynsla kennir þér margt um manninn og er leið til aukins þroska.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er aldrei að vita hvenær gamlir vinir birtast á ný og engin ástæða til þess að láta það slá sig út af laginu. Slík reynsla kennir þér margt um manninn og er leið til aukins þroska.