Beck frestar tónleikum sínum í Höllinni

Tónlistarmaðurinn Beck.
Tónlistarmaðurinn Beck.

Vegna kórónuveirunnar hefur tónlistarmaðurinn Beck aflýst tónleikum sínum sem áttu að fara fram í Laugardalshöllinni 2. júní. Þetta kemur fram á Facebook-síðu hans.

„Þrátt fyrir að þetta komi varla á óvart þá er ég mjög leiður yfir því að hafa þurft að fresta langþráðri fyrstu heimsókn minni til Íslands,“ skrifar Beck.

„Farið varlega og haldið ykkur heilbrigðum. Ég hlakka til að hitta ykkur öll og fagna með ykkur um leið og við getum,“ bætir hann við.

Allir sem keyptu miða á tónleikana eiga að fá þá endurgreidda að því er fram kemur í tölvupósti frá skipuleggjendum tónleikanna. 

Tilkynningin sem var birt í dag.
Tilkynningin sem var birt í dag. Af Facebook-síðu Beck
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler