Frægir leikarar nýttir til að dreifa skilaboðum

Ellen Pompeo leikur lækni á skjánum og brýnir nú fyrir …
Ellen Pompeo leikur lækni á skjánum og brýnir nú fyrir fólki að halda sig heima. AFP

Leikkonan Ellen Pompeo deildi í gær myndbandi á Instagram með þeim skilaboðum að fólk ætti að halda sig heima og taka fréttir um kórónuveiruna alvarlega. 

Í myndbandinu segist hún hafa verið beðin að setja myndbandið inn og koma skilaboðunum á framfæri. Vinir sínir í stétt hjúkrunarfræðinga og lækna hafi beðið um það. Auk þess hafi skrifstofa ríkisstjóra New York, Andrews Cuomos, haft samband við sig í gær og beðið sig að hvetja fólk til að halda sig heima.

Pompeo hafði áður sett inn myndband þar sem hún hrósaði heilbrigðisstarfsfólki og þakkaði því vinnu sína.

View this post on Instagram

With Love 🙏🏼

A post shared by Ellen Pompeo (@ellenpompeo) on Apr 2, 2020 at 4:04pm PDT

Pompeo er gríðarfræg leikkona í Bandaríkjunum og um heim allan. Flestir ættu að kannast við andlit hennar en hún fer með hlutverk skurðlæknisins Meredith Grey í læknaþáttunum Grey's Anatomy. 

Yfirvöld í New York hafa biðlað til fólks að halda sig heima en neyðarástand ríkir í borginni vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það virðist þó ekki duga að nota hefðbundna fjölmiðla til þess og því virðast yfirvöld hafa gripið til þess ráðs að nýta fræga einstaklinga til að koma skilaboðunum áfram. 

Pompeo er eflaust kjörin til þess, enda leikur hún lækni á skjánum og er með 7,3 milljónir fylgjenda á Instagram. 

Fleiri þekktir leikarar úr Hollywood hafa einnig brýnt það fyrir fólki að halda sig heima en fæstir hafa þó tekið fram að skrifstofa háttsetts stjórnmálamanns hafi beðið viðkomandi um það. Þá hafa leikarar og leikkonur einnig brýnt það fyrir almenningi að taka fréttir af veirunni alvarlega.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekkert að eyða tímanum í eftirsókn eftir vindi. Hlustaðu með líkama og sál, svo þú getir skilið, haft samúð og læknað.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekkert að eyða tímanum í eftirsókn eftir vindi. Hlustaðu með líkama og sál, svo þú getir skilið, haft samúð og læknað.