Segir Pitt meistara í að rífa sig úr að ofan

Brad Pitt í myndinni Once Upon A Time In . . . …
Brad Pitt í myndinni Once Upon A Time In . . . Hollywood.

Leikarinn Brad Pitt er duglegur að rífa sig úr að ofan á hvíta tjaldinu. Leikstjórinn Quentin Tarantino leikstýrði Pitt í myndinni Once Upon A Time In . . . Hollywood og segir leikarann vita nákvæmlega hvað klukkan slær þegar kemur að því að sýna líkamann fyrir framan tökuvélar. 

Pitt fékk Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í mynd Tarantino en leikstjórinn segir í hlaðvarpsþætti Amy Schumer að Pitt hafi átt hugmyndina að rífa sig úr öllu í einu. 

„Opinberlega er Brad frekar feimin þegar kemur að svona hlutum,“ sagði Tarantino. „En á sama tíma veit hann nákvæmlega hvað klukkan slær.“

Í myndinni rífur Pitt sig úr að ofan til að gera við sjónvarpsloftnet og minnir áhorfendur um leið á upphaf frægðar Pitts, þegar hann sýndi kropp­inn í Thelmu & Louise fyr­ir 28 árum.

„Ég er að hugsa kannski hneppir þú Havaískyrtunni og ferð úr Champion-stuttermabolnum,“ sagðist Tarantino hafa sagt við Pitt en leikarinn var ekki hrifinn. „Í alvöru? Viltu að ég hneppi frá öllum þessum helvítis tölum? Ég fer bara úr öllu í einu,“ á Pitt þá hafa stungið upp á. 

„Leyfum meistaranum að vinna sína vinnu,“ sagði Tarantino. 

Quentin Tarantino.
Quentin Tarantino. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant