Ætlar ekki að lesa bók Simpson

John Mayer ætlar ekki að lesa bók fyrrverandi.
John Mayer ætlar ekki að lesa bók fyrrverandi. Getty Images

Tónlistarmaðurinn John Mayer hyggst ekki lesa bók fyrrverandi kærustu sinnar, Jessicu Simpson. Simpson gaf út sjálfsævisögu sína, Open Book, í byrjun árs og þar fjallar hún meðal annars um samband sitt við tónlistarmanninn. 

Simpson greinir þar frá því að samband sitt við Mayer hafi meðal annars valdið því að hún byrjaði að drekka áfengi í miklu magni til að deyfa sig.

Í spjallþættinum Watch What Happens Live With Andy Cohen sagðist Mayer hafa heyrt um bókina. 

„Ég hef heyrt nokkur brot úr henni. En eins og Pee Wee Herman sagði í Pee Wee's Big Adventure áður en kvikmynd um líf hans og endalok var gerð, þá ætlaði hann ekki að horfa á kvikmyndina og ástæðan var: „Ég þarf ekki að horfa á hana Dottie, ég lifði hana,“ og ég held að það eigi við hér,“ sagði Mayer.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekkert að eyða tímanum í eftirsókn eftir vindi. Hlustaðu með líkama og sál, svo þú getir skilið, haft samúð og læknað.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekkert að eyða tímanum í eftirsókn eftir vindi. Hlustaðu með líkama og sál, svo þú getir skilið, haft samúð og læknað.