Marianne Faithfull á sjúkrahúsi

Marianne Faithfull.
Marianne Faithfull. AFP

Breska söngkonan Marianne Faithfull hefur greinst með kórónuveiruna og er á sjúkrahúsi í London. Ástand hennar er stöðugt og hún svarar meðferðinni vel, segir almannatengslafyrirtækið Republic Media á Twitter. Er þetta haft eftir umboðsmanni söngkonunnar.

Vinur Faithfull, Penny Arcade, skrifar á Facebook að söngkonan hafi farið á sjúkrahús á þriðjudag eftir að hafa fengið kvef í sjálfskipaðri sóttkví.

Faithfull, sem er 73 ára, er ein af táknmyndum sjöunda áratugarins og öðlaðist heimsfrægð með laginu As Tears Go By þegar hún var 17 ára gömul. Lagið er samið af Mick Jagger og Keith Richards í Rolling Stones.

Hún hefur áratugum saman verið þekkt fyrir söng, tónsmíðar og leik, bæði á sviði og á hvíta tjaldinu. En hún hefur einnig glímt við fíkn og annars konar veikindi á lífsleiðinni.

Hún kom fram á tónleikum á Íslandi árið 2004 og söng fyrir fullu húsi í Broadway. 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler